Um okkur

Hundakofinn er lítið fjölskyldufyrirtæki sem spratt upp úr áralangri ástríðu fyrir hundum og hundahaldi. Við höfum bæði unnið með hunda í ræktun og daglegu lífi og þekkjum vel hvað skiptir máli þegar kemur að góðu fóðri og umönnun.

Til að byrja með bjóðum við upp á Monster hundafóður, sem hefur reynst okkar eigin hundum einstaklega vel. Við veljum aðeins vörur sem við treystum og vonumst til að geta bætt við fleiri góðum vörum þegar fram líða stundir.

Við höldum þjónustunni persónulegri og hlýlegri og svörum ávallt eins og við séum að hjálpa vini. Við leggjum áherslu á að sendingar séu hraðar, einfaldar og áreiðanlegar.

Hundakofinn – hugsar um besta vininn.