Monster hundafóður
Monster er gæludýrafóður þróað í Svíþjóð af fjölskyldufyrirtæki sem trúir á gæði, ástríðu og heiðarleika. Með yfir 50 ára reynslu og sjö ára vöruþróun eru uppskriftirnar lagaðar að norrænum aðstæðum og unnar úr vandlega völdum, evrópskum hráefnum. Til að tryggja öryggi og ferskleika fer hver poki í gegnum meira en 120 gæðaeftirlit, án fjöldaframleiðslu eða milliliða.
Monster er náttúrulegt, prótein- og kjötríkt fóður sem er milt fyrir meltingu, stuðlar að góðri tannheilsu og nærir húð og feld. Markmiðið er einfalt: að hjálpa hundum og köttum að lifa lengra, heilbrigðara og hamingjusamara lífi.
Náttúruleg og næringarrík hráefni
Hvert innihaldsefni hefur tilgang, til að styðja við meltingu með probiotics, tannheilsu með sérvöldum steinefnum og sterka húð og glansandi feld með Omega-3 og Omega-6 fitusýrum. Allt í jafnvægi, allt með velferð gæludýrsins að leiðarljósi.
Náttúruleg hráefni monster – samansett með heilsufarslegan ávinning í huga.
Uppskriftir Monster eru vandlega þróaðar og fínpússaðar til að tryggja hámarks gæði. Hvert einasta hráefni skiptir máli og er valið af kostgæfni og blandað í fullkomnu jafnvægi til að veita náttúrulega næringu.
Auk þess er bætt við fóðrið vítamínum, steinefnum og fjölbreyttum heilsubætandi bætiefnum sem hjálpa til við að fyrirbyggja algeng vandamál. Allt til þess að hundinum þínum líði sem allra best.
Melting og magi
Vanlíðan í maga getur verið stressandi fyrir bæði þig og hundinn. Monster er auðmelt og inniheldur góðgerla sem eru mildir fyrir maga og styðja við heilbrigða meltingu. Heilbrigður meltingarvegur styrkir einnig ónæmiskerfi hundsins.
Tannheilsa
Ótrúlegt en satt, 8 af hverjum 10 hundum glíma við tannvandamál. Monster inniheldur steinefni og stökkar fóðurkúlur sem hjálpa til við að minnka myndun tannsteins. Allt þurrfóður okkar inniheldur innihaldsefni sem styðja við sterkar tennur og heilbrigðan góm.
Góð tannheilsa – alla ævi!
Heilbrigð húð og feldur
Heilbrigð húð og glansandi feldur. Mattur feldur eða of mikil feldlosun má oft fyrirbyggja með réttri næringu. Uppskriftir okkar innihalda kjörhlutföll Omega-3 og Omega-6 fitusýra og eru gerðar úr hágæða próteingjöfum. Hátt kjöthlutfall veitir nauðsynlega næringu fyrir heilbrigða húð og fallegan, gljáandi feld.
Monster fæst hjá Hundakofanum, fjölskyldufyrirtæki sem deilir sömu sýn: persónuleg þjónusta, traust og gæði sem standast tímans tönn.